Nordic-Baltic U23 Championships 20.-21.8.2016 - Espoo, Finland
Nordic-Baltic U23 Championships 20.-21.8.2016 - Espoo, Finland
Fjórir íslendingar taka þátt í þessu móti, FH-ingarnir Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Hilmar Örn Jónsson og ÍR ingarnir Krister Blær Jónsson og Guðni Valur Guðnason.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH hljóp frábært 400m grindahlaup á NM í Finnlandi fyrr í dag þegar hún kom í mark sem Norðurlandameistari á tímanum 56,08sek. Tíminn er undir lágmarkinu sem sett var fyrir ÓL í Ríó en lágmarkið var 56,20. Tíminn er einnig hugsanlega undir lágmarkinu fyrir HM á næsta ári en þar sem lágmörkin fyrir það mót eru ekki klár bíður staðfesting á því betri tíma. Er þetta næstbesti árangur íslenskrar konu og met í flokki 20-22 ára stúlkna, aðeins Guðrún Arnardóttir á betri árangur en Arna. Frábær árangur hjá Örnu sem er búin að bæta sig um rúma 1,5 sek á þessu ári.
Árangurinn er jafnframt 5. besti tími í Evrópu í ár í flokki 20-22 ára sjá hér listann eins og hann var fyrir hlaup Örnu:
1 55.32 Viktoriya Tkachuk, 1994-11-08 UKR 1 Lutsk 2016-06-04
2 55.50 Ayomide Folorunso, 1996-10-17 ITA 4 EC Amsterdam 2016-07-10
3 55.79 Amalie Hammild Iuel,1994-04-17 NOR 2s2 EC Amsterdam 2016-07-09
4 56.00 Stina Troest, 1994-01-17 DEN 4s1 OG Río de Janeiro 2016-08-16
5 56.19 Jackie Baumann, 1995-08-24 GER 1 IFAM Oordegem 2016-05-28
Hilmar Örn Jónsson úr FH vann til silfurverðlauna í sleggjukasti þegar hann kastaði sleggjunni 66,15m. Gull og bronsverðlaun fóru til Finnlands. Árangurinn hjá Hilmari er frábær en Hilmar sem er 20 ára er á yngsta keppnisári á þessu móti sem er fyrir 20-22 ára.
Tenging við úrslitasíðu er þessi:
http://live.time4results.com/yu/2016/nordic_u23/