Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Skylmingadeild FH
 

OLYMPISKAR SKYLMINGAR from Bjarney Ludviksdottir

Skylmingadeild FH var stofnuð 1993. Fyrstu árin voru æfingar haldnar í samstarfi við Skylmingafélag Reykjavíkur og fóru æfingar fram í “gamla” ÍR-húsinu við Túngötu. Það var síðan haustið 2002 að Ragnar Ingi Sigurðsson tók að sér að þjálfa hér í Hafnarfirði. Ragnar hafði fram að því verið að læra þjálfun hjá landsliðsþjálfaranum Nikolay Mateev. Haldið var úti tveimur hópum fyrstu tvö árin, annar fyrir yngri kynslóðina og hinn fyrir 15 ára og eldri. Ekki var mikill fjöldi fyrstu árin en mikil þáttaskil urðu í starfseminni veturinn 2004-2005 en þá margfaldaðist iðkendafjöldinn. Í dag er fjöldinn sem stundar æfingar reglulega rétt um 50 talsins á aldrinum 6-53 ára í þremur mismunandi flokkum.

Til gamans má geta að á Íslandsmótinu undir 13 ára 2003 sendi FH átta keppendur en árið 2005 áttu þeir þrjátíu keppendur eða um helming allra þátttakenda.


Þeir sem hafa keppt fyrir Skylmingadeild FH hafa verið mjög sigursælir á síðustu árum en þeir hafa til að mynda unnið ellefu sinnum opna flokkinn á Íslandsmóti á síðustu þrettán árum. Á þessu ári átti deildin tvo Norðurlandameistara og níu Íslandsmeistara.

 

 

aefingatafla_201415_heimasida_skylm.pdf

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: