Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Nú höfum við hjá Frjálsíþróttadeild F.H. komið okkur upp mjög góðri aðstöðu. Það hefur tekið mörg ár og mikla vinnu. Það er að þakka nokkrum framtakssömum einstaklingum og mikilli sjálfboðavinnu.

Innanhúsaðstaða
Frjálsíþróttadeildin hefur nú yfir að ráð fullbúinni frjálsíþróttahöll með 200m hring (4 brautir) og 60m braut (8brautir), 2 langstökksgryfjur, stangarstökk, 2 hástökk og fullbúinni aðstöðu fyrir kúluvarp. Í höllinni er m.a. er hægt að æfa kastgreinar allt árið um kring. Leita þarf ansi víða í Evrópu til að finna jafn góða aðstöðu og frjálsíþróttamönnum stendur til boða í Krikanum.Hlaupabrautin

  • 6 brautir
  • 400m hringur
  • Merkingar fyrir allar skráðar vegalengdir
  • Langstökksgryfja
  • Stangastökksaðstaða á 4. stöðum
  • Spjótkastatrena og grasvöllur til að kasta á.

Lyftingaklefinn
* Salurinn inniheldur öll þau tæki, lóð og stangir sem þarf til að geta þjálfað þá vöðva sem þarf til að verða "alvöru íþróttamenn" eða "þjálfa upp góðan sprengikraft".

Súkkulaði aðstaða
Þeir sem eru svo að stefna að því að verða svolítið flottir á vellinum, þá eru speglar og handlóð handa þeim.

Kastvöllurinn
Kastbúr.
2. kasthringir fyrir kúluvarp.
3. kasthringir fyrir kringlukast, sleggjukast og lóðakast.

Búnings og salernisaðstaða
2 búningsklefar með salerni og sameiginlegri sturtuaðstöðu

Tímatakan
Rafmagnstímataka.

Fundarsalur
Hér eru haldnir fundir og skemmtanir.
Upphitunarsvæði
Á stærri frjálsíþróttamótum er grasflöturinn fyrir ofan völlinn notað sem upphitunarsvæði.

Umgengni
Allir þurfa að fara eftir reglum vallarins:

Gangið ekki yfir völlinn.
Notið göngustígana.
Munið eftir ruslafötunum.
Sitjið ekki á girðingunni.

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: