Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Bikarinn á loft og meistarball á laugardag

Íslandsmeistarar FH spila sinn síðasta leik þetta tímabilið á laugardaginn þegar Eyjamenn koma í heimsókn, en hefst leikurinn klukkan 14:00.

FH tryggði sér tititlinn eftir þarsíðustu umferð, eins og flestir vita, en þetta var annar Íslandsmeistaratitill FH í röð og sá áttundi á síðustu tólf árum.

Bikarinn sjálfur fer á loft eftir leik FH og ÍBV í Kaplakrika á laugardag, en gaman væri að sjá sem flesta FH-inga fylla stúkuna í Kaplakrika þegar strákarnir taka á móti titlinum.

Fimleikafélagið er fyrsta félagið í efstu deild karla sem ver titilinn síðan FH vann hann bæði árin 2008 og 2009 og er því um að gera fyrir FH-inga að fylla stúkuna og fagna þessum merkilega árangri saman í Krikanum á laugardag.

Miðaverð er 1500 krónur fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir 12-16 ára og frítt fyrir börn. Frítt er inn á leikinn ef komið er í FH-búning!

Um kvöldið verður svo haldið heljarinnar meistaraballball þar sem Helgi Björnsson, Aron Can og Diskótekið Dísa stíga á stokk, en miðaverði er stillt í hóf; það kostar einungis 1500 krónur inn. Húsið opnar klukkan 23:30 og verður dansað fram á rauða nótt.

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: