Lokahóf knattspyrnudeildar FH
Lokahóf knattspyrnudeildar FH fór fram í Sjónarhól veislusal okkar FH-inga síðasta laugardagskvöld. Sigurreifir FH-ingar fylltu salinn og var stemningin frábær. Sumarið 2016 reyndist afar gjöfult, meistaraflokkur karla í knattspyrnu varð Íslandsmeistari og meistaraflokkur kvenna náði góðum árangri í Pepsi-deild kvenna en liðið endaði í 6.sæti og því rík ástæða til að gleðjast í lok tímabilsins. Eftir að lokahófi lauk fór fram meistaraball í Sjónarhól þar sem þeir Helgi Björnsson og Aron Can trylltu lýðinn frameftir nóttu.
Eins og siður er voru ýmis verðlaun á hófinu en verðlaunahafa má sjá hér að neðan:
Meistaraflokkur karla
Bestur: Davíð Þór Viðarsson
Efnilegastur: Kristján Flóki Finnbogason
Markahæstur: Atli Viðar Björnsson
Meistaraflokkur kvenna
Best: Jeannette J. Williams
Efnilegust: Guðný Árnadóttir.
Markahæst: Alex Nicole Alugas
FH-ingur ársins er Jóhannes Long en Jói hefur verið atorkumikill í starfi fyrir félagið mörg undanfarin ár og vel að þessu kominn. Við óskum Jóa innilega til hamingju.