Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Aldís Kara heim í FH

Framherjinn Aldís Kara Lúðvíksdóttir gekk í dag til liðs við FH frá Breiðablik. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Aldís hefur undanfarin þrjú keppnistímabil spilað með núverandi Íslandsmeisturum Breiðablik en hún gekk til liðs við Breiðablik frá FH fyrir keppnistímabilið 2013.

IMG_4671

Aldís Kara hefur spilað 74 leiki í úrvalsdeildinni og skorað í þeim 28 mörk. Hún lék síðast með FH sumarið 2012 og spilaði þá 17 leiki með liðinu og skoraði 7 mörk.

Það er ljóst að koma Aldísar Köru í FH er mikill liðsstyrkur fyrir félagið og eflir liðið í komandi átökum í Pepsí deildinni. FH komst upp í úrvalsdeildina á nýjan leik síðasta sumar eftir eitt ár í 1. deildinni. Orri Þórðarson, þjálfari mfl. kvk. hjá FH var mjög ánægður með þessa niðurstöðu og telur einsýnt að Aldís muni styrkja liðið verulega. „Þetta er sannarlega góðar fréttir fyrir okkur FH-inga vegna þess að Aldís Kara er mjög öflugur og sterkur leikmaður. Hún er mikill markaskorari og það er eitthvað sem mun styrkja okkur gríðarlega í þeirri miklu baráttu sem framundan er í sumar. Að auki er hún uppalin FH-ingur og það er gott fyrir félagið að fá hana til baka. “

IMG_4656

Aldís Kara er ánægð með að vera komin aftur í sitt gamla félag. „Já, hér leið mér vel á sínum tíma og öðlaðist mikla reynslu með liðinu. Ég finn að það er metnaður í gangi hjá FH til þess að standa sig vel í úrvalsdeildinni og mig langaði að taka þátt í því. Ég hlakka því mikið til að byrja að æfa og spila með FH“. 

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: