Átta liða úrslit bikarsins á mánudaginn
FH heimsækir Þrótt á mánudaginn á Þróttarvöll, en leikurinn er liður í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 á gervigrasvellinum í Laugardal, en með sigri tryggjum við okkur í undanúrslit keppninnar.
FH vann Leikni Reykjavík (4-1) í 16-liða úrslitunum og svo KF (9-0) í 32-liða úrslitunum. Þróttur hefur lagt Gróttu og Völsung á leið sinni í 8-liða úrslitin.
Við hvetjum fólk til að skella sér á völlinn og hvetja strákana okkar og hjálpa þeim að komast í undanúrslit bikarsins því bikarinn er alltaf bráðskemmtilegur!