Birkir Fannar Bragason í FH
Birkir Fannar Bragason 28 ára gamall markmaður frá Selfossi skrifaði í dag undir tveggja ára samning við FH í Olísdeild karla
Birkir Fannar hefur leikið undanfarin ár í Noregi með liðum Randesund, Kristiansund og HHK en snéri heim í fyrra og lék með Selfyssingum í 1 deildinni.
FH-ingar bjóða Birki Fannar velkominn í Krikann.