Daníel Freyr Andrésson í FH
Daníel Freyr Andrésson hefur ákveðið að koma heim eftir þetta keppnistímabil og leika með FH-ingum. Daníel sem er 26 ára gamall skrifaði undir tveggjá ára samning við FH í morgun og mun því verja mark FH-inga til ársins 2018.
Daníel hefur leikið með danska úrvalsdeildar félaginu Sönderjyske síðastliðin tvö ár.
„ Þegar við fréttum að Danni hefði áhuga á að koma heim þá var ekkert annað að gera en að breiða út faðminn. Danni er að okkar mati einn af bestu markvörðum Íslands, frábær karakter og drengur góður. Danni mun jafnframt koma til með að hjálpa og kenna yngri markvörðum FH en hann mun koma inní þjálfarateymi yngri flokka FH og sinna markvörðum okkar sérstaklega segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH. Það eru allir í skýjunum með að fá Danna heim í Kaplakrika“
Á meðfylgjandi mynd má sjá Daníel Frey og Sigurð Örn Þorleifsson varaformann hkd FH kampakáta eftir undirskrift dagsins.