Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Fanney Þóra Þórsdóttir framlengir við FH

Fanney Þóra Þórsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Fanney sem er 22 ára gömul getur spilað margar stöður á vellinum og mun vera ein af máttarstólpum FH liðsins næsta vetur. FH liðið mun vera skipað ungum og efnilegum stelpum í bland við reynslumeiri leikmenn en markmið félagsins er að byggja upp til framtíðar og stefna hátt á næstu árum.

“ Það er ánægjulegt að Fanney Þóra hafi ákveðið að taka slaginn með okkur í þeirri uppbyggingu sem framundan er, það sýnir karakter og FH hjarta segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleikdeildar FH. Við munum mæta til leiks í 1 deildinni næsta vetur með ungt og skemmtilegt lið sem gaman verður að fylgjast með. Ég vil hvetja stelpur sem áhuga hafa að koma inn í faglegt umhverfi og skemmtilegann félagsskap að líta til FH. Sérstaklega vil ég höfða til markvarða sem hafa áhuga og metnað til að ná langt, Roland Eratze mun þjálfa liðið og einnig vera með sérstakar afreks æfingar fyrir alla markmenn félagsins segir Ásgeir ennfremur”

 

Til hamingju með samninginn Fanney Þóra og FH

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: