FH-ingar í yngri landsliðum.
Í landsliðhópi U-14 eiga FH-ingar 2 fulltrúa sem eru þeir Bjarki Baldursson og Tómas Bragi Lorriaux Starrason. Einnig er U-16 með æfingar og þar eigum við 3 fulltrúa. Það eru Sigurður Dan Óskarsson, Einar Örn Sindrason og Kristmundur Magnússon. Ekki má gleyma U-18 sem hittast einnig til æfinga, en þeir fara á lokamót EM sem fram fer í Króatíu í sumar. Þar eru þeir Ásmundur Atlason, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Jakob Martin Ásgeirsson og Mímir Sigurðsson fulltrúar FH. Hkd FH óskar drengjum góðs gengis á æfingunum.
Eins og kom fram 7 og 8 mars á fh.is, voru FH-ingar einnig með fulltrúa í yngri landsliðum kvk sem æfðu um miðjan mars.
Í U14 eigum við eina stúlku sem er Valgerður Ósk Valsdóttir og í U16 er þrjár frá FH. En það eru Diljá Sigurðardóttir, Embla Jónsdóttir og Silvía Blöndal. Að lokum eru tvær stelpur í U18 sem fara á Opna Evrópumótið í Gautaborg í sumar. Og það eru þær Aþena Ríkharðsdóttir og Björg Bergsveinsdóttir. Hkd FH óskar öllum stelpunum til hamingju með þennan áfanga