Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

FH mætir Dundalk

FH mætir Dundalk, frá Írlandi, í annari umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í höfuðstöðum UEFA í Nyon í Sviss í hádeginu. 

Dundalk er á toppi írsku úrvalsdeildarinnar með einu stigi meira en Cork City sem er í öðru sætinu, en KR sló einmitt Cork út úr Evrópudeildinni í fyrra.

Dundalk eru írskir meistarar, en þeir unnu deildina í fyrra með fimm stiga mun. Þeir skoruðu 71 mark og fengu fæst mörk á sig, eða 27 talsins. 

Fyrri leikurinn verður á útivelli 13. júlí. Leikið verður á grasi, en síðari leikurinn verður leikinn í Kaplakrika 20. júlí.

Meira um leikinn þegar nær dregur. 

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: