Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

FH stúlkur hófu leik í 1 deildinni í dag.

Meistaraflokkur kvenna byrjaði deildina vel í dag. FH tók á móti Víking í Krikanum þar sem þær unnu leikinn örugglega 25-19. Jafnt var með liðunum í hálfleik 9-9 en stelpurnar komu sterkari til baka í seinni hálfleik og fóru jafnt og þétt fram úr stelpunum í Víking. Í liðinu í dag spiluðu fjórar stelpur úr unglingaflokki, þær Björg, Embla, Hanna Jóna og Diljá.

Það kætti marga að sjá handboltakempuna Hafdísi Hinriksdóttur í FH treyjunni með harpixaðar hendur. Það sést að Roland hefur lagt mikið upp úr varnarvinnu enda spilaði liðið sterka og góða vörn. Fanney Þóra var markahæst í leiknum með 11 mörk og átti afar góðan leik. Hildur Marín og Embla voru með sitthvor 4 mörkin. Arndís Sara átti góða leik á línunni og í vörninni og skoraði hún 3 mörk.

Hafdís Inga, Laufey Lára og Diljá skoruðu allar 1 mark. Það var ágætis mæting í pallana og mikið fjör að hefja tímabilið á þennan hátt. Veturinn verður skemmtilegur og góð stemmning í okkar stelpum. Vonandi er þetta lyktin af komandi tímabili.

Ykkar einlægi fréttaritari

Hafdís K

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: