Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

FH til Eyja á morgun

FH mætir ÍBV í elleftu umferð Pepsi-deildar karla í Eyjum á morgun, en leikið verður á Hásteinsvelli klukkan 16.00 á morgun, laugardag.

Þetta er síðasti leikurinn í fyrri umferð mótsins, en okkar menn eru á toppi deildarinnar með 21 stig, tveimur meira en Fjölnir sem eru í öðru sætinu með 19.

Eyjapiltar sitja í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig, en þeir hafa unnið fjóra leiki, gert eitt jafntefli og tapað fimm. 

Þessi sömu lið mætast einmitt í undanúrslitum Borgunarbikarsins, en dregið var á dögunum. Sá leikur fer líklega fram í vikunni fyrir eða um Verslunnarmannahelgina. 

Við hvetjum FH-inga til að gera sér ferð út í Eyjar á morgun og styðja okkar menn, enda hver leikur mikilvægur í toppbaráttunni. 

Stutt er á milli leikja hjá Fimleikafélaginu því liðið á aftur leik á miðvikudaginn, en þá komu Írarnir í Dundalk í heimsókn. Nánar verður fjallað um þann leik síðar. 

Leikir dagsins:

16.00 FH - ÍBV (Hásteinsvöllur)

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: