Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Tíundi leikurinn í deildinni gegn Víkingi R. á laugardag

Mótherji: Víkingur R
Hvar: Kaplakrikavöllur 
Hvenær: Laugardagur 9.júlí 
Klukkan:16:00

FH er á toppi deildarinnar með 20 stig, en FH hefur unnið sex leiki af níu leikjum sínum (gert tvö jafntefli og tapað einum). Víkingur er í áttunda sætinu með ellefu stig, en þeir hafa unnið þrjá leiki, gert tvö jafntefli og tapað fjórum leikjum. FH vann báða leikina gegn Víkingi í fyrra. 

Leikurinn verður spilaður í Kaplakrika klukkan 16.00 á laugardaginn á iðagrænum vellinum. Þetta verður hörkuleikur og mikilvægt að strákarnir fái góðan stuðning. Mætum tímanlega á völlinn og látum vel í okkur heyra.
Allir á völlinn og áfram FH!

 

20150805-DSC_3294
BAKHJARLAR BREYTING FYRIR LEIK Á MÓTI VÍKING R. 
Þar sem veislusalurinn Sjónarhól er í útleigu á laugardag verða Bakhjarlar fyrir leik og í hálfleik í íþróttasalnum. Inngangurinn við Sjónarhól verður lokaður. 


f8e0bb8373e7934e
FH – Radio: 
Okkar menn í FH – Radio verða að sjálfsögðu á vellinum á Laugardag. Slóð á útsendinguna er á facebook síðu FHingar.net 



Pyngjan:
Að lokum viljum við benda FH-ingum á að nú geta allir sloppið við það að standa í miðasöluröð á leikdag með því að nota Pyngjuna, sem er ný greiðsluleið fyrir Pepsi-deildina.
Pyngjan er app sem hægt er að nota til að kaupa miða á heimaleiki nokkurra félaga í Pepsi-deild karla og er FH þar á meðal. Hér er hægt að kynna sér þetta betur: http://www.dhs.is/

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: