Fram-FH Olísdeild karla
Mánudaginn 14 mars kl: 19.30 förum við FH-ingar í Safamýrina og ætlum okkur ekkert annað en tvö stig.
Strákarnir hafa verið að spila vel eftir áramótin og draumurinn um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni lifir enn.
Hvetjum FH-inga til að fjölmenna í Safamýrina mánudaginn 14 mars kl: 19.30 og hvetja strákana áfram í baráttunni.
Endilega að mæta snemma með alla fjölskylduna og láta strákana finna fyrir stuðningi strax í upphitun.
Við getum allt SAMAN
Áfram FH