Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Guðnýju Árnadóttur boðið til æfinga hjá Kristianstads DFF

Guðnýju Árnadóttur boðið til æfinga hjá Kristianstads DFF

Guðnýju Árnadóttur, leikmanni meistaraflokks kvenna hjá FH, hefur verið boðið til æfinga hjá Kristianstads DFF. Liðið leikur í sænsku úrvalsdeildinni og með því leikur meðal annarra Sif Atladóttir. Þjálfari liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir. Guðný mun dvelja hjá liðinu í tæpa viku, æfa með því, kynna sér aðstöðuna og fylgjast með leikjum liðsins. 

Guðný, sem er fædd 2000, hefur spilað með meistaraflokki FH undanfarin tvö keppnistímabil og verið fastamaður í u17 ára landsliðinu. Hún var einnig valin í u19 ára landsliðið fyrr í þessum mánuði og spilaði alla leiki þess í undankeppni EM. 

Þetta boð Kristianstads DFF er ekki bara mikil viðurkenning fyrir hana sem leikmann heldur einnig fyrir það öfluga starf sem unnið er í yngri flokkum FH. Knattspyrnudeild FH óskar Guðnýju góðs gengis í þessu spennandi verkefni. 

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: