Hafnarfjarðarmótið 2016
Að þessu sinni voru lið frá Val og Aftureldingu, ásamt FH og Haukum sem tóku þátt. Ekki er hægt að segja annað en að mótið hafi tekist vel og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta leik. Fyrir síðasta leik voru Valur og Haukar með 4 stig, FH 2 og Afturelding 0 stig. Til að FH tækist að vinna mótið urðu þeir að vinna með 6 mörkum. Okkar men gerðu betur en það og sigruðu með 9 mörkum 31-22 og sigruðu því Hafnarfjarðarmótið 2016. Ekki er hægt að segja Annað en að FH liðið spilaði nokkuð vel í þessu móti fyrir utan 10 mín kafla á móti Val sem tapaðist með 1 marki. Þetta var fínn undirbúningur fyrir íslandsmótið sem hefst eftir nokkrar vikur.
Sporttv.is tók að sér að velja úrvalslið mótsins og voru það eftir taldir leikmenn.
Vinstra horn: Vignir Stefánsson frá Val
Vinstri skytta: Daníel þór Ingason frá Haukum
Leikstjórnandi: Janus Daði Smárason frá Haukum
Hægri skytta: Einar Rafn Eiðsson frá FH
Hægra horn: Óðinn þór Ríkharðsson frá FH
Línumaður: Ágúst Birgisson frá FH
Markmaður: Ágúst Elí Björgvinsson frá FH
Varnarmaður: Jón Þorbjörn Jóhannsson frá Haukum
Sportv.is völdu sjálfir síðan besta leikmann mótsins og var það Óðinn Þór Ríkharðsson frá FH
Hkd FH þakkar öllum sem lögðu ferð sína í íþróttahúsið við strandgötu og kíktu á leikina, kærlega fyrir komuna og sjáumst í vetur í Kaplakrika
Vefmiðilinn www.fimmeinn.is var á staðnum og hægt era ð sjá myndir á vefnum þeirra
Sporttv.is sýndi alla leiki frá mótinu og hægt er að sjá upptöku af leik FH og Hauka hér
VIÐ ERUM FH