Hafnarfjarðarmótið hefst á fimmtudaginn - Frítt inn
Hið árlega Hafnarfjarðarmót fer fram um helgina í íþróttahúsinu við Strandgötu. Mótið hefur verið mjög vel heppnað frá upphafi og góð stemning hefur myndast á pöllunum enda ávallt verið vel sótt. Mótið í ár er gríðarlega sterkt og góð prófraun á okkur FH-inga en auk FH verða lið Hauka, UMFA og Vals í mótinu.
FH-liðið hefur æft mjög vel undanfarnar vikur og undirbýr sig af krafti fyrir Íslandsmótið. Við hvetjum alla FH-inga til að fjölmenna í Strandgötuna! Áfram FH!
FRÍTT INN!
Leikjaplanið er eftirfarandi:
Fimmtudaginn 18 ágúst
FH - UMFA Kl. 18.00
Haukar - Valur. Kl. 20.00
Föstudagur 19 ágúst
Haukar - UMFA Kl. 18.00
FH - Valur Kl. 20.00
Laugardagur 20 ágúst
UMFA - Valur kl. 14.00
FH - HAUKAR kl. 16.00
Eftir leik FH og Hauka verður verðlaunaafhending.
Mynd: mbl.is