Haukar-FH á miðvikudaginn kl. 19:30
Fyrsta Hafnarfjarðaruppgjör vetrarins verður á miðvikudaginn þegar okkar menn mæta á Ásvelli. Haukar byrjuðu tímabilið illa en hafa rétt úr kútnum í síðustu tveimur leikjum. Haukar unnu Akureyri í síðasta deildarleik og náðu svo jafntefli á móti sænska liðinu Alingsås í Evrópukeppninni. FH-liðið bæði átt góða og slaka leiki það sem af er tímabilinu og er með 5 stig, einu stigi meira en Haukar.
Eins og allir vita er alltaf eitthvað sérstakt við leiki FH og Hauka. Oftast er um spennuleiki að ræða og mikla skemmtun og hvetjum við alla FH-inga að fjölmenna á Ásvelli og styðja okkar menn!
Við erum FH!