Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Ísland-Portúgal í Kaplakrika

Kæru FH-ingar. 

Handboltaárinu verður skotið af stað með glæsilegri handboltaveislu í Kaplakrika dagana 6 og 7 jan.

 Næstkomandi miðvikudag fer fram landsleikur Íslands og Portúgal hjá A landsliði karla í handbolta. Við FH-ingar eru ákaflega stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í landsliðinu, Aron Pálmarsson og Ólaf Andrés  Guðmundsson.

 Við viljum hvetja ykkur öll til að fjölmenna í Krikann með alla fjölskylduna og sjá þessar glæsilegu fyrirmyndir sem við FH-ingar erum svo stolltir af . Það má til gamans geta að á miðvikudaginn mun Aron Pálmarsson leika sinn 100 A-landsleik og vitum við að hann á þá ósk heitasta að fá fullan Kaplakrika af FH-ingum, Hafnfirðingum og handboltaáhugamönnum. Þetta er því kjörið tækifæri til að horfa á stærstu stjörnur Íslands á heimavelli okkar FH-inga.

 Eftir leik mun iðkendum gefast kostur á að fá eiginhandaráritanir hjá strákunum.

 Dagskráin er eftirfarandi.

 Miðvikudag 6 jan.

 Kl 17:00 U-20 landslið Íslands á móti B landsliði Íslands.

Kl 19:30 Ísland-Portúgal.

 Það verður mikið líf í tengibyggingunni milli leikja og þar gefst fjölskyldunni tækifæri að kaupa hinar ýmsu veitingar. Við mælum því með því að kvöldmaturinn verði tekinn í Krikanum á miðvikudag.

 Fimmtudag 7 jan.

 Kl 19:30 Ísland-Portúgal  (blanda úr A og B landsliði Íslands, þar sem upprenndandi stjörnur í Íslenskum handbolta munu fá tækifæri )

 Ekki láta þessa frábæru fjölskylduskemmtum framhjá þér fara.

 ÁFRAM ÍSLAND í troðfullum Kaplakrika

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: