Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Íslandsmeistarar frá árinu 2011 verða heiðursgestir í kvöld

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að í kvöld mæta FH-ingar liði Aftureldingar í 2. umferð í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta.

Leikurinn hefst stundvíslega kl. 19.30, en upphitunin byrjar kl. 18 í Kaplakrika þar sem gestum býðst að kaupa sér grillaða hamborgara gegn vægu gjaldi. Þjálfarar FH mæta svo í Sjónarhól kl. 19 og fara yfir leikinn sem hefst eins og áður sagði kl. 19.30.

Íslandsmeistarar FH 2011, sem sigruðu Akureyri í einvígi sem endaði 3-1 og tóku við titlinum fyrir framan meira en 2000 áhorfendur verða heiðursgestir í kvöld. FH er að blása til sóknar enda er staðan 1-0 fyrir UMFA.

Merkilegt þykir að einn af tveimur af Íslandsmeisturunum spila í dag á móti FH. Pálmar Pétursson og svo þjálfar Einar Andri að sjálfsöðu lið Aftureldingar en verður eins og margoft hefur komið fram í banni í kvöld.

Búist er við góðri mætingu eftir umræður síðustu daga.

Áfram FH!

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: