Jakob Martin skrifar undir tveggja ára samning við FH
Jakob Martin sem er fæddur árið 1998 og er enn í 3 flokki hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og hefur komið sterkur inn í æfingahóp meistaraflokks í sumar.
" Jakob Martin hefur verið duglegur að æfa í sumar og staðið sig mjög vel. Hann er framtíðarleikmaður félagsins og gaman að geta verðlaunað strákana okkar með samning þegar þeir sýna áhuga, metnað og standa sig " sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH eftir undirskrift dagsins.
" Við eigum mjög efnilega stráka í félaginu sem eru að koma upp og verður gaman að vinna með þeim í framtíðinni. Markmið mitt og FH er að gefa þessum strákum tækifæri til að sýna sig og sanna og gera þá að alvöru handboltamönnum sem geta náð langt" sagði Halldór Jóhann ennfremur.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Jakob Martin og Halldór Jóhann handsala samninginn að lokinni undirskrift.
Til hamingju með samninginn Jakob Martin og FH