Jóhann Birgir Ingvarsson framlengir við FH
Jóhann Birgir Ingvarsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Jóhann Birgir er uppalinn FH-ingur sem hefur síðustu ár verið að stimpla sig inn í Olísdeildina af fullum krafti.
“ Það er ánægjulegt að Jói hafi ákveðið að vera áfram hjá FH, það voru nokkur lið á eftir honum en FH hjartað er greinilega stórt hjá þessum góða dreng. Jói er framtíðarleikmaður sem leggur mikið á sig við æfingar og markmið hans eru skýr. FH mun hjálpa honum að ná þeim “sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH eftir undirskrift dagsins.
Til hamingju með nýja samninginn Jói og FH