Kaj Leo í Bartalsstovu semur við FH.
Kaj Leo í Bartalsstovu semur við FH.
FH hefur gert samning út tímabilið við færeyska landsliðsmanninn Kaj Leo í Bartalsstovu, en Kaj er fæddur 1991 og er því 25 ára gamall.
Hann á að baki átta landsleiki fyrir Færeyjar og sex unglingalandsliðsleiki. Hann er alinn upp hjá Vikingur Gota í Færeyjum þar sem hann spilaði fjögur heil tímabil með aðalliði félagsins og skoraði 23 mörk í 102 leikjum fyrir félagið. Síðast lék hann með Dinamo Bucaresti, en þar áður spilaði hann með Levanger FK frá Noregi.
Knattspyrnudeild FH lýsir yfir mikilli ánægju að krækja í Kaj Leo og bindur vonir við að hann styrki Fimleikafélagið í þeirri baráttu sem framundan er.
„Við FH-ingar erum mjög ánægðir að fá til okkar Kaj Leo í Bartalsstovu. Kaj er leikmaður sem mun gefa okkur nýja vídd í sóknarleik. Segir Heimir Guðjónsson þjálfari FH.