Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Knattspyrnuskóli FH 2016

Yngri hópur - Krakkar fæddir 2006-2010:

 • 1. námskeið: 9. – 16. júní (6 dagar)
 • 2. námskeið: 20. – 24. júní
 • 3. námskeið: 27. júní – 1. júlí
 • 4. námskeið: 4. júlí – 8. júlí
 • 5. námskeið: 11. júlí – 15. júlí
 • 6. námskeið: 18. – 22. júlí
 • 7. námskeið: 25. – 29. júlí
 • 8. námskeið: 8. – 12. ágúst
 • 9. námskeið: 15. – 19. ágúst

Knattspyrnuskólinn byrjar stundvíslega kl. 09.00 og stendur til 11.00 fyrir 5-10 ára. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt nesti og vera klædd eftir veðri. Boðið upp á gæslu í íþróttahúsinu frá 11-12 og einnig frá 8.00-9.00 á morgnana í Risanum/Dvergnum.  Frjálst er að sækja krakkana hvenær sem er á milli 11:00-12:00. Gæslan er innifalin í verðinu. Skólastjórar eru Bjarki Benediktsson og Kristmundur Guðmundsson.

Einnig er í boði hádegisgæsla og hádegismatur fyrir þá krakka sem ætla að sækja námskeið frjálsíþróttadeildar sem hefst kl. 13.00 á daginn og byrjar 13. júní. Sjá upplýsingar hér: http://www.fhfrjalsar.net/leikjanaacutemskeieth-skraacutening.html


Skráning í hádegisgæslu og hádegismat fer fram í Kaplakrika áður en Knattspyrnuskólinn hefst á morgnanna. Hádegismaturinn kostar 1500 kr. vikan og verður drykkur, skyrdrykkur og samloka í boði.

Hugmyndin er að fjölga námskeiðum enda þátttakan aukist síðustu ár. Stefnt að samvinnu við Frjálsíþróttanámskeið FH hvað tímasetningar varðar með það að markmiði að bjóða krökkunum upp á að sækja námskeið í Krikanum allan daginn.

Áhersla er lögð á að þátttakendur fái verkefni við sitt hæfi. Farið verður í grunnþætti knattspyrnunnar og leikgleði höfð í fyrirrúmi. Dagskráin er brotin upp vikulega, haldið verður Evrópumeistaramót hvern föstudag og auk þess að heimsóknir frá þekktu knattspyrnufólki verða á döfinni.

Verð fyrir hvert námskeið: 6000 kr. Ef barn tekur þátt á fimm námskeiðum er það sjötta að kostnaðarlausu. Systkinaafsláttur 1000 kr.- á barn. Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum NORA-kerfið og hefst 15. maí næstkomandi. Ef iðkandi kemst ekki alla dagana er hægt að borga fyrir staka daga.

 

Eldri hópur -  Krakkar fæddir 2005-2002:

 • 1. námskeið: 9.  – 24. júní (11 dagar)
 • 2. námskeið: 4. júlí – 15. júlí (10 dagar)
 • 3. námskeið: 8. – 19. ágúst (10 dagar)

Knattspyrnuskólinn stendur yfir frá 12.30-14.15 fyrir 10-13 ára.

Áhersla er lögð á að bæta tæknilega getu krakkana og verður farið markvisst í alla grunnþætti knattspyrnunnar. Unnið verður í nánu samstarfi við þjálfara 5. og 4.flokka karla og kvenna, svo álagið verði ekki of mikið á krakkana þegar kemur að leikjum og æfingum hjá flokknum.

Dagskráin verður brotin upp nokkrum sinnum yfir sumarið, farið í ferðir, sett upp í knattþrautir og fótboltagolfmót auk þess að heimsóknir frá þekktu knattspyrnufólki verða á döfinni.

Eldri: Verð fyrir hvert námskeið 7.500 kr. 17.000 kr. Fyrir allt sumarið. Skólastjóri er Árni Freyr Guðnason. Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum NORA-kerfið og hefst 15. maí næstkomandi.

 

Boltaskólinn - Krakkar fæddir 2011 og 2012:

 • 1.Námskeið: 11. júlí – 15. júlí
 • 2.Námskeið: 18. – 22. júlí
 • 3.Námskeið: 25. – 29. júlí
 • Boltaskólinn stendur yfir frá 9.00-12.00. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt nesti og vera klædd eftir veðri. Boðið er upp á gæslu frá 8.00-9.00.

 • Farið verður í ýmsa hreyfi- og boltaleiki og boltar af ýmsum stærðum og gerðum kynntir fyrir krökkunum. Námskeið verður að mestu leiti í íþróttasalnum okkar en einnig fá börnin að kynnast útisvæðum í Kaplakrika.

 • Verð fyrir hvert námskeið: 6000 kr. Systkinaafsláttur 1000 kr.- á barn. Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum NORA-kerfið og hefst 15. maí næstkomandi. Ef iðkendi kemst ekki alla dagana er hægt að borga fyrir staka daga. 

Stjórnendur og leiðbeinendur:

Skólastjórar Knattspyrnuskóla FH fyrir hádegi verða Bjarki Benediktsson (s: 699-4760 ), Kristmundur Guðmundsson (s: 6917449) og eftir hádegi og Árni Freyr Guðnason (s: 661-3032) knattspyrnuþjálfarar til margra ára hjá félaginu. Þeim til halds og trausts verða aðal- og aðstoðarþjálfarar yngri flokka FH og leikmenn í meistaraflokkum félagsins og 2.og 3. fl. karla og kvenna.

 Knattspyrnuskólinn á Facebook

Við hvetjum alla til að fylgjast með Knattspyrnuskóla FH á Facebook þar sem birtast m.a. myndir og myndbönd frá námskeiðunum.

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: