Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Krónumótið

Barna og unglingaráð knattspyrnudeildar FH (BUR) og Krónan hafa skrifað undir samstarfssamning sem felur í sér að Krónan verður aðalstyrktaraðili Krónumótsins svokallaða sem haldið verður í Kaplakrika helgina 21.-22. maí nk. Mótið er fyrir yngstu iðkendurnar,  í 8. flokki karla og kvenna, og er í mörgum tilfellum fyrsta knattspyrnumótið sem börnin taka þátt í. Því er mikið lagt upp úr skemmtun og jákvæðri upplifun á mótinu. BUR hefur staðið að mótinu undanfarin ár en telur að með öflugum samstarfsaðila á borð við Krónuna megi efla og styrkja mótið á næstu árum. Með tilkomu knatthússins Dvergsins hefur aðstaða fyrir mótahald batnað til muna í Kaplakrika og væntingar eru um að bæta aðstöðuna enn frekar í framtíðinni.

Krónan mun opna nýja og glæsilega verslun við Flatahraun í Hafnarfirði í sumar og hlakkar til að þjónusta Hafnfirðinga með stærri og endurbættri verslun.

2

 Myndin frá undirritun samningsins. Frá vinstri: Elías H. Melsted og Helgi Mar Árnason f.h. FH og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir f.h. Krónunnar.

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: