Kynningarkvöld hkd FH - fimmtudaginn 8. sept
Handknattleiksdeild FH býður til kynningarkvölds fimmtudaginn 8. september kl. 19.30 í veislusal FH, Sjónarhóli.
Meistaraflokkar kvenna og karla verða kynntir til leiks og einnig mun þjálfarateymi FH fara yfir komandi vetur.
Sigurgeir Árni Ægisson framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar mun fara yfir veturinn,
stuðningsmannafélagið MUGGUR mun bjóða gestum uppá léttar veitingar og kynna starf sitt fyrir áhugasömum.
Hvetjum alla FH-inga til að mæta, eiga notalegt kvöld saman í spjalli og góðum félagsskap.
VIÐ ERUM FH