Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Leikmannakynning: Jóhann Karl Reynisson

FH.is kynnir til leiks línumanninn og varnarjaxlinn Jóhann Karl Reynisson sem gekk til lið við FH í sumar frá danska liðinu Nordsjælland Håndbold.

 

Grunnupplýsingar: 

Fullt nafn: Jóhann Karl Reynisson

Gælunafn: Jói Larsen

Aldur: 27 ára     

Giftur / sambúð? Nei     

Börn: 0

Starf: Viðskiptafræðingur

 

Boltinn: 

Staða á vellinum?  Línumaður

Treyjunúmer? 11

Önnur félög: FRAM, HK, Ajax København, Nordsjælland Håndbold

Landsleikir: 5 u21

Besti íslenski handboltamaðurinn fyrr og síðar?  Óli Stef

Efnilegasti leikmaður landsins?  Gísli / Óðinn

Grófasti leikmaður deildarinnar?  Ekki hugmynd

Erfiðasti andstæðingur?  Það var helvíti erfitt að skora fram hjá Kasper Hvidt.

Besti samherjinn?  Jóhann Gunnar, Róbert Aron, Einar Rafn, Óli Víðir og Danni Berg standa upp úr af mörgum góðum.

Besti íþróttafréttamaðurinn?  Gummi Ben

Hver er besti dómari deildarinnar?  Ekki hugmynd

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 2007

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu?  Teygjurnar hans Ása eru engin skemmtun.

Hvernig er best að pirra andstæðinginn?  Með því að vinna hann.

Sætasti sigurinn?  Kemur í vetur.

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)?  Nei ekki svo ég viti, finnst samt mjög gott að bursta tennur fyrir leiki ef ég get.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með?  No comment.

Í hvernig skóm spilar þú?  Adidas Stabil.

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum?  Roberto Baggio

Eftirminnilegir samherjar/mótherjar/þjálfarar í yngri flokkum?  Þjálfari er klárlega meistari Elías Jónasson úr yngri flokkunum.

Skemmtileg saga úr boltanum?  Fullt af sögum úr keppnisferðum sem eru eftirminnilegar en þola ekki dagsins ljós. Annars festist boltinn einu sinni svo vel í hendinni á mér í miðju skoti að ég skaut í innkast í bikarúrslitum sem var ekkert sérstaklega skemmtilegt fyrir mig en aðrir hlógu að þessu.

 

Annað:

Uppáhaldssjónvarpsefni?  The Wire og Sopranos er vandað stuff.

Besta bíómyndin?  Warrior, Gladiator, Catch me if you can, Forrest Gump og fyrstu Bourne myndirnar eru skemmtilegar.

Á hvernig tónlist hlustar þú?  Alls konar, mest rapp. Mikill Kanye maður.

Uppáhaldsdrykkur?  Einn skítkaldur eftir sigurleik.

Uppáhalds sælgæti?  Snickers.

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik?  Negla.

Uppáhaldslið í þýska handboltanum?  Ekkert.

Uppáhaldslið í enska fótboltanum?  Man Utd.

Einhver önnur íþrótt sem þú ættir möguleika að gera góða hluti í?  Ef ég á að vera alveg strangheiðarlegur þá verð ég að henda í eitt risa Nei við þessari spurningu. 

Hver er uppáhaldsíþóttamaðurinn þinn?  Zlatan, Lebron og Michael Jordan.

Fyrir utan handbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum?  Ég elska NBA og ég fylgist smá með enska boltanum.

Hvað er best við FH?  Besta aðstaðan og fólkið í kringum liðið sem er að vinna mikla óeigingjarna vinnu til þess að skapa bestu umgjörðina á landinu.  Siggi Bakari sem er örugglega besti liðsstjóri í heimi. Hungraður og ferskur hópur og massa góður klefi.

Skilaboð til stuðningsmanna FH: Hjálpumst að við að koma FH á þann stall sem félagið á heima á í handboltanum.


Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: