Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Lennon: Verður svipuð viðureign og gegn SJK

Steven Lennon, framherji FH, er spenntur að mæta aftur á sinn gamla heimavöll Oriel Park þegar FH mætir Dundalk í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun, miðvikudag.

„Ég spilaði þarna árið 2010, en það var bara í nokkra mánuði eftir að ég fór frá Glasgow Rangers. Því miður meiddist ég eftir nokkra leiki,” sagði Lennon aðspurður um hvenær hann hefði spilað með liðinu.

„Liðið er mjög breytt frá því ég var þarna og það er ekki einn leikmaður eftir. Eftir að ég fór voru fjárhagsvandræði og árin 2011 og 2012 var félagið ekki langt frá því að verða gjaldþrota.”

„Með peningum frá stuðningsmönnum og fjárhagssterkum mönnum í hverfinu komust þeir á lappir aftur og hafa þeir nú unnið deildina nokkur ár í röð og eru með sterkt lið. Styrkleikar þeirra liggja í góðum vængmönnum og mðjumönnum.”

Margir hafa velt fyrir sér hver gæðamunurinn er á milli írska og íslenska fótboltans, en Lennon segir að gæðin séu nokkuð svipuð þó írski boltinn sé aðeins harðari. 

„Ég held að gæðin séu svipuð, en það er erfitt að bera þetta saman. Í Írlandi er hraðinn meiri og það er meira líkamlegt þar, en á Íslandi hefuru aðeins meiri tíma á boltann.”

Hvernig metur Skotinn möguleika FH á að fara áfram?

„Ég held að þetta verði mjög jöfn viðureign, svipað og gegn SJK Seinäjoen í fyrra. Ef FH spilar á þeirra styrkleikum og fer eftir leikskipulagi þjálfaranna fyrir útileikinn er ég viss um að við verðum með sjálfstraust fyrir leikinn í Kaplakrika og klárum þá þar,” sagði Lennon við FH.is að lokum.  

Leikurinn hefst klukkan 18:45 annað kvöld og er unnið að því að finna streymi á leikinn til að sýna hér heima. Tilkynnt verður um það á fésbókarsíðu Fhingar.net. 

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: