Líf og fjör á Krónumótinu
Líf og fjör á Krónumótinu
Helgina 21. og 22. maí síðastliðinn fór fram Krónumótið í fótbolta í Kaplakrika. Þar spreyttu sig yngstu iðkendurnir sem skipa 8. flokka drengja og stúlkna og eru að stíga sín fyrstu skref í fótboltanum og margir að upplifa sitt fyrsta fótboltamót. Um 400 sprækir leikskólakrakkar tóku þátt og sýndu góð tilþrif en auk FH-inga mætti Stjarnan, Álftanes, HK, Keflavík og Víkingur til leiks.
Enginn annar en Íþróttaálfurinn sá um að hita hópana upp og svo voru leiknir stórskemmtilegir og spennandi fótboltaleikir. Að móti loknu fengu þátttakendur glaðninga frá Krónunni og að sjálfsögðu ávexti eftir mikil hlaup og baráttu á fótboltavellinum.