Lokahóf yngri flokka í fótbolta
Lokahóf yngri flokka verður haldið í Kaplakrika sunnudaginn 18. september. Lokahófið er fyrir 5. - 8. flokk. Lokahófið hefst klukkan 12:15 og stendur yfir í um klukkutíma. Iðkendum verður boðið upp á pizzur og safa en foreldrum upp á rótsterkt Kaplakaffi!
Leikur FH og Vals í Pepsi-deild karla hefst á Kaplakrikavelli kl. 14:00 sama dag og hvetjum við iðkendur og foreldra til að mæta og styðja FH-liðið til sigurs.
Þjálfarar eldri flokka (4. og 3.flokks) halda sér lokahóf þegar tímabilið klárast.