Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

María Selma gengur til liðs við FH

Meistaraflokkur kvenna hjá FH fékk liðsstyrk í dag þegar María Selma Haseta gekk til liðs við félagið. Hún hefur skrifað undir samning við FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Pepsí deild kvenna. María Selma lék með FH sumarið 2014 í Pepsí deildinni en gekk til liðs við Val fyrir síðasta tímabil.

María Selma er öflugur varnarmaður sem hefur leikið 83 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 22 mörk. Einnig á hún að baki 10 leiki fyrir yngri landslið Íslands en hún er uppalin hjá Sindra á Hornafirði.

Orri Þórðarson þjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH er ánægður með komu Maríu Selmu til FH. „Við erum mjög ánægð með að fá Maríu Selmu til okkar á nýjan leik. Hún er kraftmikill og öflugur leikmaður sem getur orðið enn betri. Hún kemur sannarlega til með að styrkja hópinn hjá okkur í þeirri baráttu sem framundan er í Pepsí deildinni. Þetta eru því góðar fréttir fyrir okkur FH-inga en við ætlum að halda áfram að styrkja liðið okkar fyrir komandi leiktið með 2-3 leikmönnum“.

Fleiri lið voru að reyna að ná í Maríu Selmu fyrir næstu leiktíð en hún ákvað á endanum að ganga til liðs við FH á nýjan leik. María Selma er líka spennt fyrir því að koma aftur í FH. „Já, ég hlakka til að spila með FH á nýjan leik. Þar leið mér vel á sínum tíma og fékk mjög góða reynslu þar. Ég finn að það er metnaður hjá FH og vonandi tekst okkur að gera vel á næsta sumar“. 

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: