Meistaraball í Kaplakrika
Meistaraball verður haldið í íþróttarhúsinu Kaplakrika laugardaginn 3. október. Þar verður Íslandsmeistaratitli meistaraflokks karla í knattspyrnu og Pepsi-deildarsæti meistaraflokks kvenna fagnað fram á rauða nótt! Skemmtiatriðin eru ekki af verri endanum: Ingó og Veðurguðirnir, Jón Jónsson, Friðrik Dór og Haukur Heiðar halda uppi stuðinu.
Húsið opnar kl. 23.00 og er miðaverðið einungis 2.000 kr. í forsölu og 2.500 kr. við hurðina. Frábært verð á barnum.
Við hvetjum alla FH-inga til að fjölmenna og fagna glæsilegum árangri knattspyrnufólksins okkar.
Miðar verða seldir í forsölu á Súfistanum og í Hress á Dalshrauni.