Mikilvægar upplýsingar fyrir Bakhjarla FH:
Kæru FH-ingar
Mikilvægar upplýsingar fyrir Bakhjarla FH:
Á sunnudag kl 19:15 er fyrsti heimaleikur meistaraflokks karla í sumar. Þá fáum við ÍA í heimsókn í Krikann. Við ætlum að byrja árið vel og ætlum að enda það enn betur og til þess að svo megi verða þá þurfum við öll að standa á bakvið okkar menn og konur í sumar. Það skiptir gríðarlega miklu máli að eiga marga og góða bakhjarla sem standa með sínu félagi og því skiptir miklu máli að sem flestir skrái sig sem bakhjarla nú í sumar. Allar frekari upplýsingar um hvernig hægt er að skrá sig eru á heimasíðu FH.
Þeir sem eru nú þegar Bakhjarlar eða vilja skrá sig geta sótt Bakhjarlakort á skrifstofu knattspyrnudeildar í Kaplakrika fimmtudaginn 5.maí (Uppstigningardag) kl 11:00 – 13:00, föstudag á skrifstofutíma og á laugardag kl 11:00 – 13:00. Við mælum með því að sem flestir sæki Bakhjarlakortin fyrir fyrsta leik því það er hætt við því að það myndist löng röð við Bakhjarlainngang á fyrstu leikjum sumarsins.
Við munum halda áfram með fyrirkomulag sem var í fyrra, það er að segja að Bakhjarlaherbergið og maturinn sem var í boði í hálfleik verður í boði klukkutíma fyrir leik ásamt því að einhver úr þjálfarateyminu og jafnvel gestir mæta á svæðið og fara yfir leikinn sem framundan er. Með þessu vonumst við til þess að fleiri Bakhjarlar mæti tímanlega á völlinn og drekki í sig stemninguna. Í hálfleik verður svo boðið upp á kaffi ásamt veitingasölu.
Að lokum viljum við hvetja FH-inga til þess að breiða út boðskapinn og fá fleiri FH-inga til þess að skrá sig í hópinn.
Sjáumst á vellinum í sumar,
Áfram FH!