Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Óðinn Þór Ríkharðsson í FH

Óðinn Þór Ríkharðsson einn efnilegasti hægri hornamaður Íslands hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH. Óðinn Þór hefur leikið með yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og vakið verðskuldaða athygli hérlendis sem erlendis.

 “ Þetta er feykilega ánægjulegt og við FH-ingar erum gríðarlega stoltir að Óðinn Þór hafi valið FH segir Ásgeir Jónsson formaður hkd FH. Drengurinn hafði úr ýmsu að velja en ákvað að koma í FH. Þjálfarateymið og leikmannahópurinn sem fyrir er, aðstaðan í Kaplakrika og sú framtíðarsýn sem við FH-ingar höfum heillar. Markmið okkar er skýrt, við ætlum að keppa um titla á næsta ári.

 Óðinn Þór lék með Fram síðastliðið ár en er uppalinn í HK, hefur leikið með landsliðum Íslands og verið valinn í úrvalslið EM og HM yngri landsliða.

 Velkominn í FH Óðinn Þór.

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: