Roland Eradze tekur við mfl kvk í handbolta
Í dag var skrifað undir samning við Roland Eradze um þjálfun Meistaradlokk kvenna hjá FH.
„Er það mikið gleðiefni að fá hann til starfa með sýna reynslu að byggja upp mfl kvk og koma þeim á þann stall sem þær eiga heima, einnig mun hann sjá um markmannsþjálfun hjá FH og þjálfun yngri flokka karla og kvenna“.
„Það er mikill hugur í okkar fólki að koma FH aftur í fremstu röð og komið margt mjög öflugt nýtt fólk inn í meistaraflokksráðs kvenna“, segir Sigurður Örn Þorleifsson varaformaður Handknattleiksdeildar FH.