Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Samið við ungar og efnilegar knattspyrnukonur

Á dögunum skrifuðu þrjár ungar og efnilegar knattspyrnukonur undir samning við FH. Þetta eru þær Rannveig Bjarnadóttir, Aníta Dögg Guðmundsdóttir og Guðný Árnadóttir og munu þær því allar leika með meistarflokki kvenna á næsta keppnistímabili. Rannveig er fædd árið 1999 og er því á yngsta ári í 2. flokki en Guðný og Aníta eru fæddar árið 2000 og eru því á eldra ári í 3. flokki.

Þessar stelpur hafa allar verið á fullu í verkefnum með u-17 ára landsliði Íslands að undanförnu. Á síðasta ári fóru þær t.d. allar til Svartfjallalands og tóku þar þátt í undankeppi EM með u-17 ára liðinu þar sem liðið stóð sig vel og komst áfram í milliriðil. Hér er því um framtíðarleikmenn FH að ræða og mikið ánægjuefni fyrir FH að búið sé að semja við þessa ungu og efnilegu leikmenn.

Undirbúningur fyrir næsta keppnistímabil er vel á veg kominn og ljóst að stelpurnar í meistarflokknum eru spenntar fyrir þeirri baráttu sem framundan er. Samningagerð við leikmenn næsta sumars er nánast lokið og stefnan er sett á að halda áfram að stykja hópinn fyrir komandi átök í Pepsí deildinni.  

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: