Sara Dís til FH
Sara Dís Davíðsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Sara Dís, sem er tvítug að aldri, er efnilegur markmaður og kemur frá ÍBV. Við FH-ingar erum mjög ánægðir að fá hana í okkar raðir og bjóðum við hana hjartanlega velkomna í félagið!
Áfram FH.
Á myndinni sjáum við Söru Dís og Roland Eradze þjálfara mfl. kvk.