Styrkir frá Rio Tinto til íþróttafélaga
Þriðjudaginn 7. júní veittu fulltrúar 10 hafnfirskra íþróttafélaga íþróttastyrkjum fyrir 16 ára og yngri móttöku frá Rio Tinto Alcan og Hafnarfjarðarbæ við athöfn í Straumsvík.
Eftirtalin íþróttafélög hlutu styrk:
Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) samtals kr. 2.809.707, Knattspyrnufélagið Haukar samtals kr. 2.429.191, Fimleikafélagið Björk samtals kr. 2.418.998, Sundfélag Hafnarfjarðar (SH) samtals kr. 740.648, Badmintonfélag Hafnarfjarðar (BH) samtals kr. 349.939, Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar (DÍH) samtals kr. 343.144, Hestamannafélagið Sörli samtals kr. 295.580, Golfklúbburinn Keilir samtals kr. 283.689, Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar samtals kr. 66.251 og Íþróttafélagið Fjörður samtals kr. 62.853.
Jafnréttishvataverðlaun hlutu Fimleikafélag Hafnarfjarðar fyrir mestu fjölgun iðkenda þess kyns sem hallaði á sem voru stúlkur kr. 500.000 og Sundfélag Hafnarfjarðar fyrir mestu prósentufjölgun þess kyns sem hallaði á sem voru drengir kr. 500.000.