Þjálfari sem leggur grunninn
Þjálfari sem leggur grunninn
Handboltadeild FH óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 7. og 8. flokka stúlkna.
Þessir aldursflokkar eru mikilvægir og erum við að leita eftir aðila sem leggur hjartað í verkefnið.
Við viljum fá reyndan aðila með góða þekkingu á þjálfun og handbolta, kann að vinna með ungum stúlkum og skilur hvað þarf til að gera þjálfunina skemmtilega og uppbyggjandi.
Í boði er krefjandi en góð aukavinna seinnipart dags þrisvar í viku og annað sem fylgir.
Upplýsingar veitir Halldór Jóhann Sigfússon gsm: 862 3232 yfirþjálfari unglingastarfs.
Umsóknum er sendast á netfangið halldor@fh.is fyrir 27. september 2016.