Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Undanúrslitaleikur gegn ÍBV á fimmtudaginn í Eyjum

Undanúrslit Borgunarbikars karla eru á miðvikudag og fimmtudag, en okkar menn í FH spila á fimmtudaginn gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.

Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli klukkan 18.00, en leikurinn er talinn upphafsspyrna Þjóðhátíðar þetta árið. Um kvöldið er svo sjálft Húkkaraballið, en sigurliðin úr þessari viðureign fer í úrslitaleikinn og mætir annað hvort Selfoss eða Val.

ÍBV vann Huginn 2-0 í 32-liða úrslitum, 0-2 útisigur gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum og svo 3-2 endurkomusigur gegn Breiðabliki í 8-liða úrslitunum.

Við FH-ingar höfum komið okkur í undanúrslitin með sigrum á Reykjavíkur-Þrótti, Reykjavíkur-Leiknis og KF, samanlagt með markatölunni 16-1 (4-1 gegn Leikni, 3-0 gegn Þrótti, 9-0 gegn KF).

Allir FH-ingar sem komast til Eyja á fimmtudaginn eru hvattir til þess að mæta á leikinn því Fimleikafélagið á möguleika á að fara í sín fyrstu bikarúrslit síðan 2010 þegar liðið lagði KR 4-0 í úrslitaleik.

Herjólfur siglir frá Landeyjahöfn, en laust er í ferjur Herjólfs um morguninn þegar þetta er skrifað og það er enn laust í bátinn heim í Landeyjahöfn strax eftir leikinn samkvæmt heimasíðu Eimskips

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: