Úrslitaleikur fjórða flokks karla á aðalvellinum á fimmtudag
Úrslitaleikur fjórða flokks karla A-liða fer fram í Kaplakrika á fimmtudag, en leikið verður á aðalvellinum í Kaplakrika. Leikurinn hefst klukkan 16:30, en FH og Breiðablik berjast um gullið.
FH strákarnir tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með þremur sigrum um síðustu helgi; 3-0 gegn Aftureldingu, 2-0 gegn ÍA og 5-1 gegn Tindastól. Efsta liðið í hvorum riðli fór í úrslit, en Breiðablik vann hinn riðilinn á markatölu eftir harða baráttu við HK.
Árni Freyr Guðnason, Anton Ingi Leifsson og Úlfar Óttarsson eru þjálfarar flokksins.
Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja okkar ungu og efnilega stráka til sigurs! Áfram FH!