Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Vinamótið

Vinamót 6. flokks karla var haldið í þrettánda skipti helgina 27.-29. maí í Þorlákshöfn. Alls voru 108 strákar sem tóku þátt frá FH, KR, Fylki og Víkingi en þeir síðastnefndu voru að koma inn í fyrsta skipti. Vinamótið er sérstakt verkefni fyrir yngra árið þar sem eldra árið fer á Orkumótið í Eyjum en FH, KR, Víkingur og Fylkir skipulögðu mótið í sameiningu.

 

vinamót 6

Vinamótið gekk frábærlega og var spilaður frábær fótbolti og var mikil gleði. FH-ingar stóðu sig vel innan sem og utan vallar.

vinamot4

Sérkenni mótsins felst í því að á laugardeginum spila strákarnir ekki í búningum félaganna heldur undir merkjum bestu landsliða heims og fá þeir þá að kynnast strákunum úr hinum félögunum og spila með þeim í liði. Þannig myndast oft vináttubönd sem þeir rækta svo t.d. á næstu mótum þegar liðin hittast.

vinamót2

Mótið hefur verið fastur liður í starfi þessara félaga og margir landsliðsmenn frá félögunum fjórum stigið sín fyrstu spor á Vinamótinu og eflaust átt sín fyrstu kynni innbyrðis.

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: