Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Margrét og Sigurjón Golfarar FH 2016

5.9.2016 Axel Guðmundsson

Hið árlega Golfmót FH var haldið s.l. föstudag, 2. september við algjörar kjöraðstæður á frábærum golfvelli Keilismanna á Hvaleyrinni.

Mótið á sér langa sögu en það var fyrst haldið árið 1981 undir forystu félaganna Ingvars Viktorssonar og Ragnars Jónssonar.  Það hefur verið haldið árlega síðan þá og fór nú fram í 36. skipti sem gerir mótið að einu því langlífasta sem haldið er.

Þátttaka var mjög góð en alls luku 109 keppendur leik sem er með því mesta sem gerist í þessu móti.

Það var sérstaklega gaman að sjá hvað margar konur tóku þátt að þessu sinni, eða 21, sem er metþátttaka og umtalsvert meira en áður hefur verið.  Vonandi verður framhald á því.

Golfmót FH

30.8.2016 Axel Guðmundsson

Golfmót FH verður haldið föstudaginn 2.september. Mótið fer fram á frábærum Hvaleyrarvelli sem skartar sínu allra fegursta. 

Skráning fer fram á golf.is og í golfskála - Ræst út frá kl 10:00 - 15:00. 

Mótið er opið öllum skráðum félagsmönnum og stuðningsfólki 18 ára og elri. 

Nordic-Baltic U23 Championships 20.-21.8.2016 - Espoo, Finland

20.8.2016 gunnar

 

Fjórir íslendingar taka þátt í þessu móti, FH-ingarnir Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Hilmar Örn Jónsson og ÍR ingarnir Krister Blær Jónsson og Guðni Valur Guðnason.

 

Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH hljóp frábært 400m grindahlaup á NM í Finnlandi fyrr í dag þegar hún kom í mark sem Norðurlandameistari á tímanum 56,08sek. Tíminn er undir lágmarkinu sem sett var fyrir ÓL í Ríó en lágmarkið var 56,20. Tíminn er einnig hugsanlega undir lágmarkinu fyrir HM á næsta ári en þar sem lágmörkin fyrir það mót eru ekki klár bíður staðfesting á því betri tíma. Er þetta næstbesti árangur íslenskrar konu og met í flokki 20-22 ára stúlkna, aðeins Guðrún Arnardóttir á betri árangur en Arna. Frábær árangur hjá Örnu sem er búin að bæta sig um rúma 1,5 sek á þessu ári.

Æfingar yngri flokka í frjálsum íþróttum veturinn 2016-2017

16.8.2016 gunnar

Frjálsíþróttadeild FH

Æfingar yngri flokka 2016-2017

Frjálsíþróttadeild FH býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir börn og unglinga í 1. – 10. bekk grunnskóla. Æfingarnar fara fram í glæsilegri aðstöðu í frjálsíþróttahúsi FH-inga og á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika (þegar veður leyfir).

 

Æfingar hefjast samkvæmt nýrri æfingatöflu:

  • Mánudaginn 22. ágúst 2016:     1. og 2. bekkur (2010-2009)

                                                 3. og 4. bekkur (2008-2007)

 

  • Mánudaginn 29. ágúst 2016:      5. og 6. bekkur (2006-2005)

                                           7. og 8. bekkur (2004-2003)

                                          9. og 10. bekkur (2002-2001)

 

Allar upplýsingar um æfingagjöld og niðurgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar fyrir hvern aldursflokk er að finna á www.fh.is/Frjalsar/Aefingatimar/

Norðurlandameistaramót 19 ára og yngri

12.8.2016 Axel Guðmundsson

Norðurlandameistaramót 19 ára og yngri í Kaplakrika 13. og 14. ágúst

Nú um helgina fer fram Norðurlandameistaramót 19 ára og yngri í frjálsíþróttum og fer mótið að þessu sinni fram í Kaplakrika. Von er á 300 keppendum og fylgdarliði frá hinum Norðurlöndunum en auk þess koma 25 keppendur frá Íslandi, sem teflir fram sameiginlegu liði með Danmörku.

Minnum á sumarnámskeið frjálsíþróttadeildar FH 2016

26.7.2016 gunnar

Minnum á sumarnámskeið frjálsíþróttadeildar FH 2016
Nú fara síðustu tvö af hinum vinsælu frjálsíþrótta- og leikjanámskeiðum á vegum frjálsíþróttadeildar FH fyrir sex til tíu ára börn (fædd 2006-2010) að nálgast.
Námskeiðin verða haldin á frjálsíþróttavellinum og í nýja frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika og eru í umsjón þjálfara og iðkenda frá Frjálsíþróttadeild FH.
Námskeiðin verða sem hér segir:

1. námskeið 13.júní - 24.júní - 9:00-12:00
2. námskeið 13.júní - 24.júní – 13:00-16:00
3. námskeið 27.júní - 8.júlí – 13:00 -16:00
4. námskeið 2.ágúst -12.ágúst – 9:00-12:00
5. námskeið 2.ágúst -12.ágúst – 13:00-16:00


Boðið er upp á gæslu milli kl. 16 og 17.
Skráning fer fram á www.fhfrjalsar.net og www.fh.is/frjalsar. Einnig er hægt að skrá börnin í Kaplakrika, við upphaf hvers námskeiðs.
Á námskeiðunum kynnast börnin ýmsum greinum frjálsíþrótta og fara í íþróttatengda leiki.
Lögð er áhersla á að börnin hafi með sér hollt nesti.
Námskeiðsgjald er 10.000 kr. og 2.000 kr. afsláttur er veittur ef skráð er á fleiri en eitt námskeið.
Systkinaafsláttur: Greitt er fullt gjald fyrir eitt barn en veittur er 3.000 króna afsláttur fyrir systkini þess.
Nánari upplýsingar eru veittar á www.fhfrjalsar.net ogwww.fh.is/frjalsar.
Umsjónarmenn námskeiðanna eru Dóra Hlín (dorahlin11@gmail.com), Arna Stefanía (arnastefania@gmail.com) og Kolbeinn Höður (kolbeinn1995@gmail.com)

Opnunartími í Kaplakrika

25.7.2016 Axel Guðmundsson

Opnunartími í Kaplakrika um Verslunarmannahelgina er eftirfarandi: 

Laugardag: 08:00 - 18:00 

Sunnudag: 10:00 - 16:00 

Mánudag: 10:00 - 16:00 

 


Arna Stefanía á Evrópumeistaramótinu

5.7.2016 gunnar

Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH er komin til Amsterdam þar sem Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum fer fram dagana 6.júlí til 10.júlí.

Arna er ein af 5 íslenskum íþróttamönnum sem tekur þátt í mótinu og keppir hún í 400m grindahlaupi.

Með henni í för er Ragnheiður Ólafsdóttir þjálfari.

 

Fyrir áhugasama þá er heimasíða mótsins hérna: http://www.european-athletics.org/competitions/european-athletics-championships/

Helgi Ragg Open

1.7.2016 Axel Guðmundsson

Laugardaginn 2. júli verður haldið sérstakt minningarmót um hinn einstaka Helga Ragnarsson - Helga Ragg open. Ágóða af mótshaldi verður varið til kaupa á hjartastuðtæki til að hafa í golfskálanum á Setbergi. Helgi er ógleymanlegur öllum þeim sem honum kynntust, annálaður húmoristi og mannvinur. Hann var goðsögn í fótboltanum, (setti hann alltaf upp í vinkilinn þar sem þeir verja hann ekki), lék með gullaldarliði FH sem gerði garðinn frægan í 2. deildinni og stefndi ótrauður á frama í golfíþróttinni þegar hann féll frá fyrir aldur fram.

Laust starf í Kaplakrika

20.6.2016 Axel Guðmundsson

Óskum eftir að ráða harðduglega og snyrtilega konu í 100% starf húsvarðar í Kaplakrika, unnið er á vöktum.

Starfslýsing: Almenn þrif í húsinu og á svæðinu. Þjónusta iðkendur og aðra gesti, svara í síma og svara fyrirspurnum varðandi félagið, æfingatíma og fleira.

Hæfniskröfur – Stundvísi, áreiðanleg, snyrtileg og dugleg.

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsóknir á elsa@fh.is.

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: