1. deild kvenna: FH-KA/Þór
13.10.2016
Axel Guðmundsson
Kvennalið FH mætir KA/Þór á afmælisdegi FH, laugardaginn 15. október. Bæði lið hafa spilað þrjá leiki í og eiga því leik til góða á hin liðin í deildinni. FH hefur sigrað fyrstu þrjá leikina og bæta vonandi við fjórða sigrinum á laugardaginn. Það er nóg að gera hjá FH liðinu en þær spila þrjá erfiða leiki á stuttum tíma. Eftir leikinn á laugardaginn mæta þær HK á þriðjudaginn 18. október og Fjölni föstudaginn 21. október. Það er líklegt að þessi fjögur lið FH, HK, Fjölnir og KA/Þór verði að bítast um toppinn í vetur.
Við tökum vel á móti KA/Þór enda hafa þrír leikmenn í liðinu spilað í meistaraflokk FH.
Fanney Þóra er núverandi markakóngur FH liðsins en hún hefur skorað 25 mörk í þremur leikjum. Samkvæmt henni er liðið vel sett fyrir leikinn á laugadaginn, þær hafi unnið vel í leikja pásunni sem þær fengu eftir seinasta leik. Liðið sé í toppstandi til að takast á við næstkomandi leiki. Hún segir að KA/Þór sé með sterkt lið og hafi byrjað vel líkt og FH og efast ekki um að þetta verði spennandi verkefni sem þær eiga eftir að tækla. Hún bætir við að vörnin hjá FH liðinu sé búin að vera gríðarlega sterk og með því fylgi markvarsla og hraðar sóknir. Enn fremur segir hún „Þetta snýst um viljann til að taka þessi 2 stig sem eru i boði. Við ætlum okkur að mæta með klærnar úti í krikann til að næla okkur í þessi stig."
Spámaður fyrir leikinn er Elín Hrafnsdóttir formaður Muggara og fyrrum leikmaður FH: Elín spáir FH sigri 24-21.
Það eru allir handboltaáhugamenn og FH ingar hvattir til að mæta og hvetja kvennaliðið okkar áfram. Leikurinn hefst klukkan 14.00 í Kaplakrika en kl. 13.00 býður aðalstjórn FH upp á afmæliskaffi í tengibyggingu Kaplakrika. Mætum í kaffið og svo á leikinn!
Við erum FH!