Áheitaleikur handboltans: FH-Valur
6.9.2016
Axel Guðmundsson
Eins og flestir vita verður LUV-hátið í Krikanum á sunnudaginn. Fyrst verður það FH-Breiðablik í Pepsídeildinni og svo fyrsti leikur í Olísdeildinni FH-Valur. Frítt er inn á handboltaleikinn en í staðinn verður áheitaleikur.
Hvað er áheitaleikur?
Það er enginn hefðbundinn aðgangseyrir á handboltaleikinn en í staðin setur handboltinn upp áheitaleik. Slíkir áheitaleikir í kringum íþróttaleiki eru m.a. þekktir á Norðurlöndunum.
Áheitaleikurinn er þannig að í stað þess að borga inn geta einstaklingar og fyrirtæki stutt við bakið á hkd. FH með því að heita krónum á hvern áhorfenda sem mætir í húsið. Þannig að ef fyrirtæki X heitir 1 kr. á hvern áhorfanda og 1000 áhorfendur mæta - styrkir fyrirtæki X, handknattleiksdeildina um 1000 kr.
Áheitaskjalið má nálgast hér: AheitaleikurLuvhatid2016.pdf Áheitaskjalið má senda á sigurgeirarni@fh.is, skila því til Sigurgeirs Árna hjá hkd. FH, eða í áheitakassa á leikdag. Áheitaskjal verður einnig hægt að nálgast á leikdag.
Við stefnum á áhorfendamet fyrstu umferðar!
Munum mikilvægi þess að mæta að mæta á völlinn því þótt þú takir ekki sjálf/ur þátt í áheitaleiknum styrkir þú félagið með því að láta sjá þig. Við stefnum á að bæta áhorfendamet fyrstu umferðar Íslandsmótsins sem eru 1250 manns. Taktu alla sem þú þekkir með þér og skemmtu þér vel. Við þurfum á öllum FH-ingum að halda! Áfram FH!
Hluti innkomu bæði fótboltaleiksins og handboltaleiksins fer í LUV-sjóðin.