Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Arnar og Bjarki skrifa undir tveggja ára samning við FH

19.9.2016 Axel Guðmundsson

Bræðurnir Arnar og Bjarki Péturssynir skrifuðu um helgina undir tveggja ára samningu við hkd. FH. Þeir Arnar og Bjarki eru fæddir 1997 og koma úr yngriflokka starfi FH. "Þeir er virkilega efnilegir strákar sem við bindum vonir við. Þeir leggja hart að sér við æfingar en þeir hafa verið í æfingahóp mfl. frá því í sumar. Við erum virkilega ánægðir með að festa þá í okkar röðum." sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.

Arnar er efnilegur markvörður og hefur hann verið í markmannsteymi með þeim Ágústi Elí og Birki Fannari. Bjarki er að sama skapi efnilegur leikstjórnandi/skytta sem nú þegar er farinn að banka á dyrnar.

 

FullSizeRender (6)

Til hamingju strákar og til hamingju FH!

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: