Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

FH-Selfoss á miðvikudaginn kl. 19:30

3.10.2016 Axel Guðmundsson

FH mætir Selfyssingum á miðvikudaginn kl. 19:30. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en liðið sem sigrar færir sig nær toppsætunum. FH-liðið situr í 5. sæti með fimm stig á meðan Selfoss er með fjögur.

Selfyssingar mæta jafnan með mikið af stuðningsfólki með sér í útileiki og því eigum við von á mikilli stemningu á pöllunum.

Fyrir leik verður vítakeppni og boltaþrautir fyrir börnin eins og venjulega. Í Sjónarhóli verður svo hægt að kaupa sér gómsæta grillborgara þar sem stórgrillararnir Þorgerður Katrín og Margrét Gauja verða með grillspaðann á lofti.

Mætum tímanlega í veisluna - við erum FH!

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: