Guðjón Árnason 
1.
Umferð í mfl kk
Giskari umferðarinnar er enginn annar en Guðjón Árnason margreyndur kappi
sem hefur unnið flest það sem hægt er að vinna í handbolta og kann þetta allt
saman.
Gaui
spáði eftirfarandi fyrir fyrstu umferð
karla sem leikin er 18. og 20. september. Gefum Gauja orðið:
Akureyri – FH X
Okkar strákar mæta sprækir og
ákafir í fyrsta Úrvalsdeildarleik sinn og ná í dýrmætt útivallarstig.
Víkingur – Valur X
Valsarar eru í miklum
vandræðum með meiðsli og rétt ná jafntefli
HK – Fram 1
Öruggur HK sigur
Haukar Stjarnan
1
Jafn leikur sem Haukar vinna í
restina. Breiddin ræður þar úrslitum.
1. deild kk
Grótta – Selfoss 2
Öruggur útisigur hjá Selfossi
ÍR – ÍBV X
Jafntefli eftir hörkuleik
tveggja liða sem bæði ætla sér upp.
Þróttur – Afturelding
2
Afturelding stefnir eflaust á
að fara upp aftur og mega ekki tapa svona leikjum.
Haukar U – Fjölnir 2
Gaman að Fjölnir séu aftur
komnir af stað og ég held þeir vinni þennan leik.
Gaui segir þetta um FH-liðið í
vetur:
„Ég hef mikla trú á
liðinu og held þeir gætu komið svolítði á óvart í vetur. Þetta eru
flinkir strákar með eldri og reyndari menn sér við hlið og ef við losnum
sæmilega við meiðsli og annað þá gæti liðið plummað sig vel.”
Gaui
kýs að skora á handboltahetjuna, ljósmyndarann og blaðamanninn Hans Guðmundsson til
að spá fyrir um næstu umferð.
Úrslit
verða kunngjörð um helgina þegar báðum umferðum er lokið.